Fréttir

SKRÁNING Á FJARNÁMSVEFINN

Höfundur MIT Administrator -

Ágætu nemendur 

Til þess að nemandi geti stundað fjarnám í bóklegum greinum við Menntaskóla í tónlist, þarf að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar miðprófi í tónfræði

Fyrst um sinn getið þið skráð ykkur sjálf inn á fjarnámsvefinn. Skráið ykkur eingöngu í þá áfanga sem þið eruð skráð í,  þeir sem ekki eru skráðir í áfanga sem þeir skrá sig þó hér í munu verða fjarlægðir fljótlega.

Vinsamlegast hlítið fyrirmælum frá kennurum - Skráið ykkur í þá áfanga sem þið eruð skráð samkvæmt Menntskólanum í Tónlist

bkv

Stefán S. Stefánsson 

umsjónarmaður fjarnámsvefsins

Sjálfsskráning á fjarkennsluvefinn

Höfundur MIT Administrator -

Nemendur geta sjálfir skráð sig í sína áfanga fram í miðjan september. Eftir það verður  sjálfskráningu lokað. 

með góðri kveðju

Stefán S. Stefánsson

Reglur um ástundu og skráningu

Höfundur MIT Administrator -

FJARNÁM við MÍT

Inntökuskilyrði og reglur um ástundun

 Til þess að nemandi geti stundað fjarnám í bóklegum greinum við Menntaskóla í tónlist, þarf að sýna fram á kunnáttu sem samsvarar miðprófi í tónfræði.

 Lokað er fyrir umsóknir nemenda um fjarnám í lok 3.kennsluviku á hverri önn.

 Sækja þarf um fjarnám á skrifstofu MÍT (solrun@menton.is) og í kjölfarið skrá sig á fjarnámsvef MÍT (www.fjarnam.menton.is).

 Nemendur MÍT geta nýtt sér fjarnámsvefinn sem stuðning við nám sitt í áfanga við skólann, en teljast ekki sem eiginlegir fjarnámsnemendur og hafa ekki rétt á stuðningi kennara í gegnum fjarnámsvefinn, heldur eingöngu í kennslustundum.

 

Í fjarnámi er nauðsynlegt að skipuleggja nám sitt vel og hvaða tíma ætlað er í námið. Sjálfsagi er mikilvægur því að hluta til er fjarnám sjálfsnám þar sem ekki er hægt að fá svör fá kennurum um leið og spurningar vakna. Það er því mikilvægt að lesa allar leiðbeiningar vel, og leysa öll verkefni sem fyrir eru lögð á réttum tíma. Fylgst er með ástundun nemenda sem skráðir eru sem fjarnámsnemendur í áfanga. Ef nemandi hefur ekki sinnt námi í 3 samfelldar vikur er gefin 1.viðvörun, eftir 4 samfelldar vikur án ástundunar er gefin 2.viðvörun, og í lok 5.viku án ástundunar er nemanda vikið úr áfanganum.