Einingar: 3

Hæfniþrep: 1

 

Viðfangsefni: Tónlistarsaga, hlustun, formfræði

Lýsing:

Á námskeiðinu er farið yfir tónlistarsögu 19. aldar, rómantíska skeiðið (ca. 1815- 1900), þar sem fjallað er um helstu höfunda og verk sem móta tímabilið. Sagan er skoðuð í samhengi við almenna sögu 19. aldar í gegnum orsakir og afleiðingar. Leitast er við að tengja og skilja stöðu, þróun og framvindu tónlistarinnar í ljósi ýmiskonar þjóðfélagslegra umbrota sem fylgdu tímaskeiðinu.  

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Mikilvægi tónlistarsögu fyrir heildrænan þroska í tónlist.

  • Fagurfræðilegum og hugmyndafræðilegum forsendum er liggja til grundvallar mismunandi stílum og einkennum tónverka.

  • Hvernig mikilvægir atburðir í mannkynssögunni hafa áhrif á þróun tónsköpunar.

  • Þróun stíls og einkenna á mismunandi tímabilum.

  • Gagnkvæmum áhrifum á milli mismunandi listgreina.

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um afmörkuð viðfangsefni er tengjast tónlistarsögu á 19. öld.

  • Svara munnlega og skriflega spurningum um tónlistarsöguleg málefni s.s. samhengi, orsakir, afleiðingar, stíl og áferð.

  • Þekkja mismunandi tónverk með tilliti til höfundareinkenna, stíls og áferðar.

  • Geta greint söguleg einkenni í samræmi við þróun stíls á tímabilinu.

  • Fjalla um tónlistarsöguleg málefni í heimildaritgerð.

Hæfniviðmið: Í lok námskeið á nemandi að:

  • Þekkja helstu höfunda og verk sem móta tímabilið.

  • Þekkja og skilja helstu einkenni sem fylgja rómantískri tónlist 19. aldar.

  • Geta fjallað um og útskýrt áberandi rómantísk einkenni í tónlist.

  • Hafa grunngetu til að fjalla um sögulegt samhengi 19. aldar tónlistar.

  • Hafa yfirsýn og getu til að útskýra helstu form og gerðir verka á rómantíska skeiðinu.

  • Hafa yfirsýn og getu til að fjalla um þróun rómantíska stílsins á tímabilinu.

 

Námsmat: Stutt hlustunarpróf í kennslustundum, ritgerðarverkefni, próf úr efni í annarlok.

Jazzsaga 1.1

Einingar: 3

Hæfniþrep: 1

Viðfangsefni: Saga jazztónlistar frá upphafi til 1950, hlustun og greining.

Lýsing: Farið er í gegnum jazzsöguna frá upphafi til loka swingtímabilsins um 1950. Rætt um þróun tónlistarinnar, tengsl við aðrar tónlistarstefnur og þóðfélagsatburði.

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu stílum jazztónlistar á tímabilinu og einkennum þeirra.

  • Mikilvægustu einstaklinga og þeirra helstu verkum.

  • Hvernig mikilvægir atburðir í mannkynssögunni hafa áhrif á þróun jazztónlisltar.

  • Gagnkvæmum áhrifum á milli mismunandi tónlistartegunda.

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um afmörkuð viðfangsefni er tengjast jazzsögu frá byrjun 20. aldar fram undir 1950.

  • Svara munnlega og skriflega spurningum um jazzsöguleg málefni s.s. samhengi, orsakir, afleiðingar, stíl og þróun.

  • Þekkja eftir heyrn ólíka stíla.

  • Þekkja eftir heyrn stíl mikilvægustu listamanna.

  • Geta greint söguleg einkenni í samræmi við þróun stíls á tímabilinu.

  • Fjalla um jazzsöguleg málefni í heimildaritgerð.  

Hæfniviðmið: Í lok námskeið á nemandi að:

  • Þekkja helstu listamennn sem móta tímabilið og áhrifamestu verk þeirra.

  • Þekkja og skilja helstu stíla jazztónlistar á tímabilinu.

  • Geta fjallað um og útskýrt stílræn einkenni í jazztónlist tímabilsins.

  • Hafa grunngetu til að fjalla um sögulegt samhengi jazztónlistar á mismunandi skeiðum.

  • Hafa yfirsýn og getu til að fjalla um þróun stíleinkenna á tímabilinu.

 

Námsmat: Próf úr efni í annarlok, hlustunarpróf og ritgerð.




Einingar: 3

Hæfniþrep: 1

Viðfangsefni: Saga jazztónlistar frá 1945 til nútímans.

Lýsing: Farið er í gegnum jazzsöguna frá upphafi bebop stílsins til nútímans. Rætt um þróun tónlistarinnar, tengsl við aðrar tónlistarstefnur og þóðfélagsatburði.

Forkröfur: Jazzsaga 1.1

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu stílum jazztónlisar á tímabilinu og einkennum þeirra.

  • Mikilvægustu einstaklinga og þeirra helstu verkum.

  • Hvernig mikilvægir atburðir í mannkynssögunni hafa áhrif á þróun jazztónlistar.

  • Gagnkvæmum áhrifum á milli mismunandi tónlistartegunda.

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um afmörkuð viðfangsefni er tengjast jazzsögu frá 1945 til nútímans.

  • Svara munnlega og skriflega spurningum um jazzsöguleg málefni s.s. samhengi, orsakir, afleiðingar, stíl og þróun.

  • Þekkja eftir heyrn ólíka stíla.

  • Þekkja eftir heyrn stíl mikilvægustu listamanna tímabilsins.

  • Geta greint söguleg einkenni í samræmi við þróun stíls á tímabilinu.

  • Fjalla um jazzsöguleg málefni í heimildaritgerð.  

Hæfniviðmið: Í lok námskeið á nemandi að:

  • Þekkja helstu listamennn sem móta tímabilið og áhrifamestu verk þeirra.

  • Þekkja og skilja helstu stíla jazztónlistar á tímabilsinu.

  • Geta fjallað um og útskýrt stílræn einkenni í jazztónlist tímabilsins.

  • Hafa grunngetu til að fjalla um sögulegt samhengi jazztónlistar á mismunandi skeiðum.

  • Hafa yfirsýn og getu til að fjalla um þróun stíleinkenna á tímabilinu.


Námsmat: Próf úr efni í annarlok, hlustunarpróf og ritgerð.


Einingar: 3

Hæfniþrep: 1


Viðfangsefni: Saga rokk- og dægurlagatónlistar, tækja- og tækniþróunar og þróun helstu útbreiðslumiðla. 

Lýsing: Hugtakið dægurtónlist (popular music) er skilgreint og gerð grein fyrir því hvernig fjölprentaðar nótur, útgáfa hljómplatna, tilkoma talmynda og starfræksla útvarpsstöðva áttu þátt í að efla útbreiðslu dægurtónlistar í upphafi 20. aldar. Gerð er grein fyrir því hvernig rokk- og dægurtónlist verður smám saman til þegar alþýðu-, blús-, trúar- og sálartónlist blandast saman við hrynræna djass-, þjóðlaga-, sveita-, söngleikja- og danstónlist. Farið er yfir tímabilið frá 1877 til 1970. Upphafsárið miðast við hljóðritann sem Edison fann upp en sú tækni lagði grunn að fjöldaframleiðslu hljómplatna og síðan er tækni- og tónlistarþróunin rakin til þess tíma er hljómsveitin The Beatles er lögð niður. 

Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal:

Þekkja helstu tónlistarstefnur tímabilsins.

Öðlast þekkingu á mismunandi stílbrigðum rokk- og dægurtónlistar.

Kunna skil á helstu hugtökum og geta gert grein fyrir tækniþróun tímabilsins.


Hæfniviðmið: Nemandi skal:


Þekkja helstu áhrifavalda og þátttakendur í þróun í rokk- og dægurtónlist á fyrri hluta 20. aldar.

Þekkja helstu lög og tónverk tímabilsins.  

Geta skrifað ritgerð um tónlistarstefnu eða tónlistarfólk tímabilsins.

Geta lagt mat á mikilvægi einstakra tónlistarmanna og verka þeirra.

Námsmat: 

Námsmat fer fram með ritgerð og prófi þar sem spurt er út úr námsefni annarinnar og skilningur nemanda kannaður. 

Einingar: 3

Hæfniþrep: 1


Viðfangsefni: Saga rokk- og dægurlagatónlistar frá 1970 til ársins 2010 

Lýsing: Fjallað er um mismunandi stíltegundir rokk-, dægur- og danstónlistar tímabilsins. Gerð er grein fyrir því hvernig danstónlist eflist og rokktónlist þyngist í kjölfar tilkomu fjölrása upptökutækni, sem leiðir síðan til þess að einföld rokktónlist og rapp spretta fram sem mótvægi við tæknina. Fjallað er um það hvernig áhrif frá afrískri, indverskri, arabískri, balkanskri og hverskonar heimstónlist setja mark á rokk- og dægurtónlist seinni hluta 20. aldar. Grein er gerð fyrir því hvernig tækninýjungar leiða til þess að rafræn dreifing tónlistar breytir tónlistarneyslu. Megin áherslan er lögð á helstu flytjendur, höfunda og áhrifavalda sem hafa mótað stefnuna og sett mark á þróun dægurtónlistar á seinni hluta tuttugustu aldar.    

Forkröfur: Rokksaga 1.1.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal:

Þekkja helstu tónlistarstefnur tímabilsins.

Öðlast þekkingu á mismunandi stílbrigðum rokk- og dægurtónlistar.

Kunna skil á helstu hugtökum og geta gert grein fyrir tækniþróun tímabilsins.


Hæfniviðmið: Nemandi skal:


Þekkja helstu áhrifavalda og hljómlistarfólk tímabilsins. 

Þekkja helstu lög og tónverk tímabilsins.  

Geta skrifað ritgerð um tónlistarstefnu og merka hljómplötu.

Geta lagt mat á mikilvægi einstakra tónlistarmanna og verka þeirra.

Námsmat:

Námsmat fer fram með ritgerð og prófi þar sem spurt er út úr námsefni annarinnar og skilningur nemanda kannaður. 

Einingar: 3

Hæfniþrep: 1

Viðfangsefni: Vestræn tónlistarsaga frá upphafi til 1600

Lýsing:

Farið verður yfir helstu strauma og stefnur í vestrænni tónlistarsögu frá upphafi til  1600. Viðfangsefni áfangans er fyrst og fremst tónlist fornalda, miðalda og endurreisnar. Lögð er sérstök áhersla á hlustun, greiningu og að nemendur öðlist skynbragð á stíl og þróun tónlistar á tímabilinu.

Forkröfur:

Engar.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grundvallaratriðum í þróun vestrænnar tónlistar fyrir 1600.

  • Mikilvægi góðrar þekkingar á tónlistarsögu fyrir tónlistarmenn.

  • Fagurfræðilegum bakgrunni tónlistar á tímabilinu.

  • Tengingu atburða í mannkynssögunni við þróun tónlistar.

  • Tengingu milli ólíkra listgreina á tímabilinu.

 

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um tónlist og tónlistarsöguleg málefni af þekkingu og innsæi.

  • Svara á gagnrýnan og upplýstan hátt spurningum um söguleg viðfangsefni.

  • Þekkja höfundareinkenni og stíl helstu tónskálda á tímabilinu.

  • Geta greint helstu strauma og stefnur í evrópskri tónlist á tímabilinu.

 

Hæfniviðmið:

  • Þekkja helstu höfunda og verk sem móta tímabilið.

  • Bera kennsl á helstu einkenni þeirrar tónlistarsemi fjallað er um í áfanganum.

  • Geta fjallað um sögulegt samhengi tónlistar.

  • Hafa yfirsýn yfir stíl og hæfni til að fjalla um helstu formgerðir verka á tímabilinu.

Námsmat: Skriflegt próf í lok annar.

Einingar: 3

Hæfniþrep: 1

 

Viðfangsefni: Vestræn tónlistarsaga frá 1600 til um 1820

Lýsing:  

Farið verður yfir helstu strauma og stefnur í vestrænni tónlistarsögu frá 1600 og til  um 1820, þ.e. þau tímabil sem kennd eru við Barokk og Klassík. Lögð er áhersla á hlustun og greiningu í áfanganum. Einnig er miðað að því að nemendur öðlist yfirsýn yfir tímabilið og þekkingu á helstu stíltegundum í barokk- og klassískri tónlist.

Forkröfur:

Engar.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grundvallaratriðum í þróun vestrænnar tónlistar á tímabilinu.

  • Mikilvægi góðrar þekkingar á tónlistarsögu fyrir tónlistarmenn.

  • Fagurfræðilegum bakgrunni tónlistar á tímabilinu.

  • Tengingu atburða í mannkynssögunni við þróun tónlistar.

  • Tengingu milli ólíkra listgreina á barokk- og klassíska tímabilinu.

 

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um tónlist frá tímabilinu af þekkingu og innsæi.

  • Svara á gagnrýnan og upplýstan hátt spurningum um tónlistarsöguleg málefni.

  • Þekkja höfundareinkenni helstu tónskála á tímabilinu.

  • Geta greint helstu strauma og stefnur í evrópskri tónlist á tímabilinu.

  • Fjalla um klassíska og barokktónlist á gagnrýnan hátt í heimildaritgerð.

Hæfniviðmið:

  • Þekkja helstu höfunda og verk sem móta tímabilið.

  • Bera kennsl á helstu einkenni klassískrar og barokktónlistar.

  • Geta fjallað um sögulegt samhengi tónlistar.

  • Hafa yfirsýn yfir stíl og hæfni til að fjalla um helstu formgerðir verka á tímabilinu.


Námsmat: Skriflegt próf í lok annar, heimildaritgerð úr efni áfangans.

Einingar: 3

Hæfniþrep: 1

 

Viðfangsefni: Tónlistarsaga, hlustun, formfræði.

Lýsing:

Á námskeiðinu er farið yfir tónlistarsögu 20. aldar og fram til samtímans. Fjallað er um helstu höfunda og verk sem móta tímabilið. Sagan er skoðuð í samhengi við almenna sögu 20. aldar í gegnum orsakir og afleiðingar. Leitast er við að tengja og skilja stöðu, þróun og framvindu listarinnar í ljósi ýmiskonar þjóðfélagslegra umbrota sem fylgdu tímaskeiðinu.

Forkröfur: Tónlistarsaga 2.1

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Mikilvægi tónlistarsögu fyrir heildrænan þroska í tónlist.

  • Fagurfræðilegum og hugmyndafræðilegum forsendum er liggja til grundvallar mismunandi stílum og einkennum tónverka.

  • Hvernig mikilvægir atburðir í mannkynssögunni hafa áhrif á þróun tónsköpunar.

  • Þróun stíls og einkenna á mismunandi tímabilum.

  • Gagnkvæmum áhrifum á milli mismunandi listgreina.

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Fjalla um afmörkuð viðfangsefni er tengjast tónlistarsögu á 20. öld.

  • Svara munnlega og skriflega spurningum um tónlistarsöguleg málefni s.s. samhengi, orsakir, afleiðingar, stíl og áferð.

  • Þekkja mismunandi tónverk með tilliti til höfundareinkenna, stíls og áferðar.

  • Geta greint söguleg einkenni í samræmi við þróun stíls á tímabilinu.

  • Fjalla um tónlistarsöguleg málefni í heimildaritgerð.  

Hæfniviðmið: Í lok námskeið á nemandi að:

  • Þekkja helstu höfunda og verk sem móta tímabilið.

  • Þekkja og skilja helstu einkenni sem eru áberandi í tónverkum 20. aldar.

  • Geta fjallað um og útskýrt áberandi einkenni í stíl og verkum 20. aldar tónskálda.

  • Hafa grunngetu til að fjalla um sögulegt samhengi 20. aldar tónlistar.

  • Hafa yfirsýn og grunngetu til að fjalla um form og gerðir verka á 20. öld.

  • Hafa yfirsýn og getu til að fjalla um þróun tónlistarinnar yfir tímabilið.

 

Námsmat – Stutt hlustunarpróf í kennslustundum, ritgerðarverkefni, próf úr efni í annarlok.