Einingar: 3

Hæfniþrep: 2

 

Viðfangsefni:

Áhersla er lögð á að efla tónheyrn og færni í að greina hvernig tónbil, laglínur, hljómar og hljómasambönd eru uppbyggð. Námið miðar að því að nemendur hafi vald á að syngja, greina og skrifa niður algeng takt- og laglínuferli. Þjálfað er að heyra og greina hljómferli með viðbættum hljómum úr Rytmískri hljómfræði 1.2 og 1.2, þar sem koma fyrir krómatískir hljómar. Tónbil eru innan áttundar, laglínu- og hljómadæmi eru allt að fjórir taktar. Hrynviðfangsefni byggja áfram á tiltölulega algengum áttundapartaferlum en færast nær algengu “jazzmáli”.

 

Lýsing:

Tónlestur, tónbil og ritun hljóma, laglínu- og hrynferla. Í tónheyrninni er notast við Solfa kerfið. Aukin áhersla á að skilja og heyra algenga tónstiga: kirkjutóntegundir og hljómhæfan- og jazzmoll.Forkröfur:

Rytmísk tónheyrn 1.1.

 

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Laglínusöng með Solfa aðferð og uppbyggingu hljóma.

  • Hvernig algengar rytmískar hrynhendingar, byggðar að mestu á áttundaparts- og stöku sextándapartsnótum, eru útfærðar í nótnaskrift.

 

Hæfniviðmið: Nemandi skal hafa tileinkað sér færni í að:

  • Heyra, syngja og rita niður einfaldar díatónískar laglínuhendingar í dúr- og blústónstiga, sem byggðar eru á algengum rytmískum hrynmynstrum.

  • Greina einföld hljómferli innan tóntegundar.  

  • Hagnýta sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur öðlast til að efla samleik og spuna.  Námsmat:

Próf í lok áfanga: skriflegt og munnlegt og gildir hvor þáttur 50%.