Einingar: 3

Hæfniþrep:2

 

Viðfangsefni: Molltónstigar, dúrtónstigar, sjöundarhljómar, þríhljómar, raddfærslureglur, endar.

 

Lýsing:

 

Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði fjögurra radda sálmastíls 17du og 18du aldar og þar með tóntegundabundinnar notkunar þríhljóma og sjöundarhljóma. Allt efni er kynnt og æft í tímum en nemendur standa skil á heimaverkefnum í hverri viku. Stuðst er við kafla VII - X í kennslubókinni Hljómfræði I – Frumtök eftir Guðmund Hafsteinsson og Snorra Sigfús Birgisson.

 

Forkröfur:

 

Hljómfræði 1.1



Þekkingarviðmið:

 

  • Þekkja allar gerðir þríhljóma og sjöundarhljóma í grunnstöðu og öllum hljómhvörfum moll og dúr.

  • Þekkja helstu raddfærslureglur í moll og dúr.

  • Þekkja undirbúning og lausnir minnkaðra 5unda og 7unda.

  • Þekkja fullkominn, ófullkominn, fullgerðan og ófullgerðan aðalendi sem og gabbendi.

 

Leikniviðmið:

 

  • Hafa vald á ofangreindum þekkingaratriðum í hljómrænu samhengi og geta beitt þeim í fjögurra radda tónbálki.

 

Hæfniviðmið:

 

  • Geta samið hljómagang innan marka námsefnis með fjölbreyttum hljómskiptum, góðri lagrænni hreyfingu sóprans og bassa og viðeigandi endum.

  • Geta greint og borið skynbragð á sama efnivið í verkum annarra.

 

Námsmat: Skrifleg heimaverkefni alla önnina og skriflegt próf í lok hennar.