Einingar: 3

Hæfniþrep:3


Viðfangsefni: Aukaforhljómar, gabblausnir, hljómframandi tónar, endar og tóntegundaskipti niður þrjú og fjögur formerki.


Lýsing:


Lögð er enn frekari rækt við að þjálfa tæknileg atriði fjögurra radda sálmastíls með áherslu á tónmál J. S. Bach; um þriðjungi námstímans er varið til greiningar sálmalaga þessa tónskálds. Allt efni er kynnt og æft í tímum en nemendur standa skil á heimaverkefnum í hverri viku.


Forkröfur:


Hljómfræði 2.1


Þekkingarviðmið:


  • Þekkja aukaforhljóma, aukaforhljómastaðgengla og tilheyrandi undirforhljóma og þeirra staðgengla.

  • Þekkja fullminnkaða 7undarhljóminn, lausnir hans og gabblausnir.

  • Þekkja stækkaða hljóminn sem forhljómsstaðgengil.

  • Þekkja alla hljómframandi tóna, án eða með áherslu.

  • Þekkja alla aðalenda, hálfenda og kirkjuenda, staðgengla og afbrigði þessara enda og alla þessa enda tilflutta.

  • Þekkja tóntegundaskipti niður þrjú og fjögur formerki.



Leikniviðmið:


Hafa vald á ofangreindum þekkingaratriðum í hljómrænu díatónísku og krómatísku samhengi og geta beitt þeim í fjögurra radda tónbálki.


Hæfniviðmið:


  • Geta samið hljómagang innan marka námsefnis með fjölbreyttum hljómskiptum, góðri lagrænni hreyfingu sóprans og bassa og viðeigandi endum.

  • Geta greint og borið skynbragð á sama efnivið í verkum annarra.


Námsmat: Skrifleg heimaverkefni alla önnina og skriflegt próf í lok hennar